
SKIN1004
SKIN1004 er margverðlaunað, ofnæmisprófað og náttúrulegt húðvörumerki frá Suður-Kóreu. Gildi SKIN1004 er að bjóða náttúrulegar og vandaðar húðvörur á sanngjörnu verði. SKIN1004 er stolt af því að vera hreint snyrtivörumerki og hafa hlotið viðurkenningar sem staðfesta það, svo sem GMP framleiðsluvottun, EWG vottun og Cruelty-free og Vegan vottun frá PETA.

Centella Asiatica
Aðalinnhaldsefni SKIN1004 er unnið úr plöntunni Centella Asiatica. SKIN1004 notast við Centella úr ósnortinni náttúru Madagaskar, þar er loftslagið eins hreint og það gerist. Centella frá Madagaskar hefur reynst innihalda sjö sinnum meira magn virkra efna en frá öðrum vaxtarstöðum plöntunnar.



































