Olíukennd húð framleiðir meiri olíu en eðlilegt er, sérstaklega á T-svæðinu (enni, nef og haka). Húðin getur glansað yfir daginn, verið með sýnilegar svitaholur og líklegri til að fá fílapensla og bólur. Mikilvægt er að nota léttar, olíufríar húðvörur sem hjálpa til við að halda húðinni í jafnvægi án þess að þurrka hana of mikið.
the niacinamide 15
Andlitsserum sem inniheldur hið virka og kraftmikla efni níasínamíð. Hjálpar við að koma jafnvægi á fitu- og olíuframleiðslu húðarinnar, gefur jafnari húðlit og hreinsar húðholur.
Poremizing Fresh Ampoule
Virkt ampúl sem dregur úr sýnileika svitahola með bleikum steinefnasöltum og 9 peptíðum. Það hreinsar svitaholur og bætir teygjanleika húðarinnar.
AHA/BHA Clarifying Treatment Toner
Andlitsvatn sem inniheldur bæði AHA- og BHA sýrur sem hjálpa til við að hreinsa húðina og halda svitaholum í jafnvægi. Andlitsvatnið kemur einnig jafnvægi á olíuframleiðslu húðarinnar og endurnýjar ysta lag hennar.












