


Bifida Mask Pack
Nærandi maski með Bifida og góðgerlum sem byggir upp rakavörn húðarinnar. Húðin verður mýkri og heilbrigðari eftir notkun.
Veitir húðinni djúpa næringu og raka, styrkir ysta lag húðarinnar, eykur teygjanleika húðarinnar, róar viðkvæma húð.
fyrir allar húðgerðir
Bifida Ferment Lysate
Styrkir ysta lag húðarinnar, eykur raka og hjálpar húðinni að verjast utanaðkomandi áreiti. Stuðlar að auknum teygjanleika og heilbrigðara yfirbragði.
Lactobacillus Ferment
Róar húðina og hjálpar til við að viðhalda sterkri og heilbrigðri húð.
Sodium Hyaluronate
Bindur raka í húðinni og hjálpar til við að halda henni mjúkri, fylltri og vel rakamettaðri.
Panthenol
Róar húðina, styrkir ysta lag húðarinnar og hjálpar til við að draga úr þurrki og óþægindum.



Vörulýsing
Endurnærandi sheet maski sem styrkir húðina og eykur raka
Maskinn er ríkur af gerjuðum innihaldsefnum sem hjálpa húðinni að endurheimta jafnvægi sitt, bæta teygjanleika og halda raka lengur í húðinni.
Hann liggur þétt að húðinni og skilar næringu djúpt inn í húðlögin án þess að skilja eftir klístraða tilfinningu.
Húðin verður mjúk og fersk með heilbrigðan ljóma.
Áferð
Maskinn er mjúkur og þunnur með léttu essence-i sem liggur vel að húðinni og smýgur jafnt inn án þess að skilja eftir sig þyngsli eða klístraða áferð.
Öll innihaldsefni
Water/Aqua, Butylene Glycol, Glycerin, 1,2-Hexanediol, Panthenol, Xanthan Gum, Dipropylene Glycol, Hydroxyethylcellulose, Ethylhexylglycerin, Allantoin, Bifida Ferment Lysate, Sodium Hyaluronate, Disodium EDTA, Lactobacillus Ferment



hvernig skal nota vöruna.

Hreinsaðu andlitið vandlega og þurrkaðu húðina.

Leggðu maskann varlega á andlitið og passaðu að hann liggi vel að húðinni.

Láttu maskann vera á húðinni í 10–20 mínútur, fjarlægðu hann og klappaðu umfram essensinu létt inn í húðina.









