


Advanced Snail 96 Mucin Power Essence
Létt og rakagefandi essence með 96% sniglaslími sem veitir húðinni ljóma, jafnar áferð og vinnur gegn öldrun. Sniglaslímið er ríkt af andoxunarefnum, próteinum og náttúrulegum sýrum sem styðja við kollagenframleiðslu, draga úr bólgum og stuðla að heilbrigðara útliti húðarinnar.
rakagefandi, dregur úr dökkum blettum, bætir áferð húðarinnar, vinnur gegn öldrun húðarinnar
þurr húð, viðkvæm húð, ör- og bóluhúð, ójöfn húð
96% sniglaslímsþykkni
Næringaríkt þykkni sem dregst hratt inn í húðina og veitir fallegan ljóma og mýkt innan frá.
1.000 ppm natríum hýalúronat
Veitir húðinni fyllingu og hefur róandi áhrif, auk þess sem hún fær djúpan raka.



Advanced Snail 96 Mucin Power Essence
- Létt essence með 96% síað sniglaslím sem veitir húðinni langvarandi raka.
- Skilur húðina eftir ljómandi, mjúka og vel nærða.
- Lýsir dökka bletti og bætir áferð húðarinnar.
- Hefur öldrunarhemjandi áhrif með því að örva kollagenframleiðslu.
- Sniglaslímið er ríkt af andoxunarefnum, prótínum, glýkólsýru og hýalúrónsýru.
- Dregur úr bólgum og stuðlar að heilbrigðara útliti húðar.
- Hefur verið notað í þúsundir ára til að meðhöndla sár, brunasár og önnur húðvandamál.
Advanced Snail 96 Mucin Power Essence
Létt og silkimjúk gel-kennd áferð sem dreifist auðveldlega yfir húðina og smýgur hratt inn. Hún skilur ekki eftir sig klístraða tilfinningu, heldur nærir húðina og skilur hana eftir rakamettaða, mjúka og ljómandi.
öll innihaldsefni
Snail Secretion Filtrate, Betaine, Butylene Glycol, 1,2-Hexanediol, Sodium Polyacrylate, Phenoxyethanol, Sodium Hyaluronate, Allantoin, Ethyl Hexanediol, Carbomer, Panthenol, Arginine



hvernig skal nota vöruna.

Byrjaðu á að hreinsa húðina vandlega og nota tóner til að undirbúa húðina fyrir næstu skref.

Berðu lítið magn af essensinu á andlitið og klappaðu létt með fingurgómum þar til það hefur dregist inn.

Ljúktu rútínunni með rakakremi til að innsigla rakann og hámarka virkni essensins.









